MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Hér að neðan eru allar upplýsingar sem þú þarft!
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða pælingar, hikaðu þá ekki við að hafa samband við brúðhjónin.

MATUR & DRYKKUR
Við bjóðum upp á kvöldverð í "sharing" stíl og þar á eftir hefðbundna brúðkaupstertu. Við bjóðum upp á drykki bæði með matnum og á barnum seinna um kvöldið. Maturinn kemur frá Kampavínsbarnum í Järvsö og er platti með kræsingum úr heimabyggð.

BÖRN
Við elskum börn en þennan dag veljum við að fagna í félagsskap fullorðinna. Börn sem enn eru á brjósti eða geta setið í fangi foreldris síns eru að sjálfsögðu velkomin. Ákvörðunin á sér rætur í að okkur finnst börn og áfengi ekki passa saman. Einnig erum við með takmarkað pláss í veislusalnum okkar þannig við ákváðum að setja fullorðna fólkið okkar í forgang. Börn á öllum aldri eru að sjálfsögðu velkomin bæði á pizzakvöldið á föstudeginum og í hjónavígsluna í kirkjunni.

GJAFIR
Við eigum allt sem okkur vantar og nærvera þín er besta gjöfin sem við getum fengið! En ef þú vilt gleðjast enn meira með okkur tökum við endilega við framlögum í brúðkaupsferðina okkar. Reikningsnúmer: 0322-26-001103 Kennitala: 110399-2279

GISTING
Í Järvsö er fullt af gisti-möguleikum. Meðal annars Airbnb og hótel! Ef þú villt bóka hótel þá mælum við fyrst og fremst með Bergshotellet! Við höfum tekið frá herbergi á Bergshotellet á sérstöku verði. Gefið upp nafn Evu við bókun í síma 0651-56 52 52 eða email info@bergshotellet.se. Eins manns herbergi 1400 SEK; Tveggja manna herbergi 1750 SEK. Verð eru per nótt og morgunverður er innifalinn. Greiðsla fer fram við komu.

FÖSTUDAGURINN
Daginn fyrir brúðkaupið höfum við bókað Järvsö Gårdsbageri! Hér verður pizzuhlaðborð og drykkir á eigin kostnað. Tónlist og gleði! Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

RÆÐUR
Okkur hlakkar til að hlusta á frábærar ræður og kannski líka sjá eitt eða annað skemmtiatriði eða söng á meðan á kvöldverðinum stendur. Til að auðvelda veislustjórunum okkar lífið biðjum við þig vinsamlegast að láta þau vita fyrirfram ef þú vilt hafa ræðu eða í síðasta lagi viku fyrir brúðkaup. Við viljum helst að ræðurnar séu á ensku svo allir skilji það sem sagt er. Hafðu samband við veislustjórana hér: Toastmaster2025@outlook.com Við viljum að ræðurnar og skemmtiatriðin komi okkur á óvart og því biðjum við ykkur að halda því leyndu fyrir okkur. Takk fyrir að hjálpa til við að gera daginn okkar ógleymanlegan!

KLÆÐNAÐUR
Jakkaföt / Sumarfín Við viljum að þú upplifir þig fabulous en líka að þér lýði vel á stóra deginum okkar. Klæðaburðurinn er „Jakkaföt/ Sumarfín“ sem þýðir að þú getur klæðst einhverju glæsilegu og hátíðlegu en helst í sumarlegum og aðeins "laid back" stíl.

SAMGÖNGUR
Skildu bílinn eftir heima á brúðkaupsdeginum! Okkur finnst mjög mikilvægt að þú slakir á og njótir dagsins. Til að auðvelda þetta verður rúta frá kirkjunni til Skålbo og svo seinna um kvöldið/nóttina verðum við með skutlþjónustu.

AÐ GERA Í JÄRVSÖ
Í Järvsö er fjölbreytt úrval af afþreyingu sem hentar öllum smekk og áhugamálum! Allt frá hjólreiðum og róðri til dásamlegra göngutúra. Ef þú hefur áhuga á að skoða gamlar perlur geturðu heimsótt loppis, og ef þú vilt slaka á er spa einnig í boði á svæðinu. Auk þess býður svæðið upp á fjölmargar aðrar upplifanir eins og veiði og menningarviðburði. Hvað sem þig langar í, þá finnurðu eitthvað sem hentar þér í Järvsö!